Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík – Haukar í kvöld – Borgarar og fjör í upphitun í Gjánni

Mynd: Grindavik.is

Grindavík tekur á móti Haukum í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik í kvöld, leikurinn fer fram í Mustad-höllinni í Grindavík og hefst klukkan 19.15. Upphitun fyrir leik hefst hinsvegar í Gjánni klukkan 18.00, þar verða hamborgarar í boði gegn vægu gjaldi og er fólk hvatt til að mæta í gulu og taka þátt í upphituninni.

Grindavíkurstúlkur hafa komið á óvart í einvíginu og hafa forystu, 2-1, gegn fyrnasterku liði Hauka sem hafði aðeins tapað einum leik í deildarkeppninni fyrir einvígið gegn Grindavík.