Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar bjóða upp á ókeypis rútuferð á bikarleikinn gegn Þór

Þór Þorlákshöfn takur á móti Keflavík í undanúrslitum Powerade-bikarsins í kvöld klukkan 19:15. Keflvíkingar munu án efa gefa allt í leikinn til að tryggja sér farmiða í úrslitaleikinn í Laugardalshöllinni.

Athyglisvert: Lokadagurinn til að sækja um styrk er í dag!

Stuðningsmenn Keflavíkur hafa verið duglegir að mæta á völlinn og styðja við liðið í vetur. Því ætlar KKDK að bjóða stuðningsmönnum liðsins í rútuferð til Þorlákshafnar, endurgjaldslaust. Skráning mun fara fram á Facebook síðu Keflavíkur. Takmarkað sætamagn verður í boði og því fer hver að verða síðastur að skrá sig, segir í tilkynningu frá félaginu.