Nýjast á Local Suðurnes

Kanalaus nágrannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld

Njarðvíkingar taka á móti grönnum sínum úr Grindavík í Domino´s-deildinni í körfuknattleik í Ljónagryfjunni í kvöld. Leikurinn er lokaleikur 11. umferðar og þar með síðasti leikur ársins í deildinni.

Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið, Grindvíkingar eru sem stendur í 8. sæti deildarinnar með 8 stig og þurfa því sigur í kvöld til að fikra sig upp töfluna, Njarðvíkingar eru um miðja deild og vilja án efa blanda sér í toppbaráttuna.

Bæði lið mæta kanalaus til leiks í kvöld, Njarðvíkingar sögðu upp samningi við Marquise Simmons á dögunum þar sem hann þótti ekki henta leikskipulagi liðsins og Eric Wise yfirgaf Grindvíkinga þar sem honum bauðst betri samningur annarstaðar.