Spá Keflavík og Njarðvík bestum árangri
Fjölmiðlafólk spáir Keflavík í efsta sæti úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, annað árið í röð. Samkvæmt spá félaganna hafna hins vegar nágrannar þeirra í Njarðvík í efsta sætinu.
Spárnar voru kunngjörðar á kynningarfundi Körfuknattleikssambands Íslands á Grand hóteli í dag.
Spá fjölmiðla lítur svona út:
1. Keflavík
2. Njarðvík
3. Tindastóll
4. Stjarnan
5. Valur
6. Þór Þorlákshöfn
7. KR
8. Grindavík
9. ÍR
10. Þór Akureyri
11. Breiðablik
12. Vestri
Í spá félaganna er Njarðvík hins vegar spáð efsta sætinu, en liðið hefur styrkt sig vel í sumar eftir að hafa ekki komist í úrslitakeppnina á síðasta tímabili.
Spá félaganna:
1. Njarðvík
2. Keflavík
3. Stjarnan
4. Valur
5. Tindastóll
6. KR
7. Grindavík
8. Þór Þorlákshöfn
9. ÍR
10. Þór Akureyri
11. Breiðablik
12. Vestri
Á fundinum var tilkynnt að Subway væri nýr aðal styrktaraðili efstu deilda karla og kvenna eftir að Domino’s hafði verið aðal styrktaraðili deildanna undanfarin áratug.