Nýjast á Local Suðurnes

Spá Keflavík og Njarðvík bestum árangri

Fjöl­miðlafólk spáir Kefla­vík í efsta sæti úr­vals­deild­ar karla í körfuknatt­leik, Su­bway-deild­inni, annað árið í röð. Sam­kvæmt spá fé­lag­anna hafna hins veg­ar ná­grann­ar þeirra í Njarðvík í efsta sæt­inu.

Spárn­ar voru kunn­gjörðar á kynn­ing­ar­fundi Körfuknatt­leiks­sam­bands Íslands á Grand hót­eli í dag.

Spá fjöl­miðla lít­ur svona út:

1. Kefla­vík

2. Njarðvík

3. Tinda­stóll

4. Stjarn­an

5. Val­ur

6. Þór Þor­láks­höfn

7. KR

8. Grinda­vík

9. ÍR

10. Þór Ak­ur­eyri

11. Breiðablik

12. Vestri

Í spá fé­lag­anna er Njarðvík hins veg­ar spáð efsta sæt­inu, en liðið hef­ur styrkt sig vel í sum­ar eft­ir að hafa ekki kom­ist í úr­slita­keppn­ina á síðasta tíma­bili.

Spá fé­lag­anna:

1. Njarðvík

2. Kefla­vík

3. Stjarn­an

4. Val­ur

5. Tinda­stóll

6. KR

7. Grinda­vík

8. Þór Þor­láks­höfn

9. ÍR

10. Þór Ak­ur­eyri

11. Breiðablik

12. Vestri

Á fund­in­um var til­kynnt að Su­bway væri nýr aðal styrkt­araðili efstu deilda karla og kvenna eft­ir að Dom­in­o’s hafði verið aðal styrkt­araðili deild­anna und­an­far­in ára­tug.