Nýjast á Local Suðurnes

Nanna Bryndís og Vigdís Finnbogadóttir ræða kvenréttindi í nýju myndbandi

Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona hljómsveitarinna Of Monsters and Men, tekur létt spjall við Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, um jafnrétti kynjana á Íslandi, í nýju myndbandi sem Insired By Iceland sendi frá sér á dögunum.

Í myndbandinu, sem birt var í tilefni af Kvennafrídeginum sem haldinn var þann 24. október síðastliðinn, rifjar Vigdís upp Kvennafrídaginn sem haldinn var þann 24. október 1975. Kvennafrídagurinn var baráttudagur sem íslensk kvenréttindasamtök stóðu fyrir og var haldinn hátíðlegur með ræðum og söng á Lækjartorgi í Reykjavík og víðar á Íslandi.