Nýjast á Local Suðurnes

Unglingar ónáða hótelgesti – Kasta boltum í rúður herbergja

Hópur unglinga hefur stundað þá iðju að ónáða gesti GeoHotel í Grindavík með því að lemja á rúðurnar á herbergjunum, kasta boltum í rúðurnar og spóla í hringi, á bifreiðum, á planinu vestan megin hótelsins. Þetta kemur fram í grein sem stjórnandi hótelsins skrifar og birt er á vesfmiðlinum Grindavik.net.

Í grein sinni biðlar hótelstýran til foreldra í Grindavík að ræða við unga fólkið í bænum um virðingu og almenna kurteisi við þá gesti sem heimsækja Grindavík. Þá segir hótelstýran að þolinmæðin sé komin að þolmörkum og að næsta skref í málinu sé einfaldlega að að hafa samband við lögregluna.

Þá segir í greininni gistinóttum á hótelinu fjölgi stöðugt og að gestir séu almennt hrifnir af Grindavík og ekki síst fólkinu í bænum.

Greinina í heild sinni má lesa hér.