Nýjast á Local Suðurnes

Vilja að ökumaður á rauðri bifreið gefi sig fram

Lögreglan á Suðurnesjum leitat að ökumanni á rauðri bifreið sem var ekið á kyrrstæða bifreið við Fjölbrautarskóla Suðurnesja í morgun.

Rauða bifreiðin er tjónuð á vinstra afturhorni. Lögregla hvetur ökumanninn til að hafa samband svo hægt sé að ganga frá málum þannig að tjónþoli sitji ekki uppi með tjónið sjálfur, en tryggingar bæta tjónið eingöngu ef ökumaður rauðu bifreiðarinnar finnst, segir í tilkynningu frá lögreglu.