Nýjast á Local Suðurnes

Fischerhús að færast í fallegan búning – Myndir!

Umhverfissvið Reykjanesbæjar hefur staðið fyrir miklum framkvæmdum við Fischershús, en bærinn hefur meðal annars látið rífa byggingar á svæðinu, sem voru að hruni komnar. Svæðið er allt að færast í fallegan búning og mun verða mikil bæjarprýði þegar fram líða stundir.

Stefnt er að því að klára framhliðina fyrir lok þessa árs. Hvarvetna er vandað til verka eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

fischer2

 

fischer3

 

fischer1

 

Hér má sjá hluta þess húss sem rifinn var.

Hér má sjá hluta þess húss sem rifinn var.