Nýjast á Local Suðurnes

Las sjampóleiðbeiningar á finnsku – Vill verða aðstoðarmaður utanríkisráðherra

Eitt af heitari fréttamálunum þessa dagana er ráðning Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra á aðstoðarmanni, en ráðherrann réði kornungann framsóknarmann til starfans á dögunum. Sá hefur þó látið töluvert að sér kveða, þrátt fyrir ungan aldur, en hann hefur meðal annar stýrt kosningabaráttu Framsóknarflokksins á Ísafirði auk þess sem hann hefur skipulagt ruslahreinsun á Hornströndum tvö ár í röð.

Nú hefur nýr kandidat stigið fram og sóst eftir starfi aðstoðarmanns, Suðurnesjabúinn og Svíðþjóðarfarinn Styrmir Barkarson hefur útbúið ferilskrá og sótt um starfið á opinberum vettvangi.

Styrmir virðist, samkvæmt ferilskránni, vera gott efni í hinn fullkomna aðstoðarmann utanríkisráðherra en hann hefur meðal annars lesið sjampóleiðbeiningar á finnsku og flakað fisk eins og enginn væri morgundagurinn. Þá hefur hann notað lestir, flogið með flugvélum og farið nokkrar ferðir með Herjólfi.

Ferilskrá Styrmis má finna hér fyrir neðan og umsóknina í öllu sínu veldi má finna á bloggsíðu Styrmis.

 

CV Styrmir barkars