Nýjast á Local Suðurnes

Stærsti skjálftinn við Bláa lónið

Mynd: Bláa lónið

Líkt og greint var frá á dögunum hefur jarðskjálftavirkni í nágrenni Grindavíkur aukist á ný og hafa um 480 skjálftar verið staðsettir þar síðan 30. maí.

Stærsti skjálfti síðasta sólarhringinn var 2,7 að stærð við Bláa lónið um klukkan 18 í gær. Sjá nánar hér.

Þá eru vísbendingar um að landris sé hafið að nýju við Þorbjörn, þó hægt sé. Meiri gögn þarf til að fullyrða frekar um núverandi ferli og þær hættur sem því fylgja

Óvissustig vegna landriss er enn í gildi hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.