Leita eftir stuðningi vegna skemmda á smábátahöfn

Töluverðar skemmdir urðu á smábátahöfninni í Gróf í óveðri sem gekk yfir Suðurnesin dagana 7. og 8. febrúar s.l.. kostnaður vegna þeirra skemmda liggur ekki fyrir.
Málið var rætt á síðasta fundi stjórnar Reykjaneshafnar og ákveðið að leita til Hafnabótasjóðs eftir stuðningi.
Eftirfarandi var bókað á fundinum:
Fyrir liggur að skemmdirnar á smábátahöfninni í Gróf eru verulegar og kanna þarf hvort hægt sé fá stuðning úr Hafnabótasjóði á móti þeim kostnaði.