Nýjast á Local Suðurnes

Lögreglan um eftirförina: “Heppni að ekki urðu slys á fólki” – Ók á yfir 150 km hraða

Lögregla hefur lítið viljað tjá sig um eftirför sem átti sér stað í kvöld og endaði með því að ökumaður ók á inngang við komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni í Keflavík segir þó að ökumaðurinn hafi ekið á vel yfir 150 kílómetra hraða eftir Reykjanesbraut og að það sé heppni að ekki hafi orðið slys á fólki.

Fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Óla Örvar Ólafsson, rannsóknarlögreglumann hjá lögreglunni á Suðurnesjum í kvöld – Viðtalið má finna hér.