Keflavík heimsækir Íslandsmeistarana í bikarnum

Keflvíkingar drógust gegn Íslandsmeisturum Vals í 3. umferð Mjólkurbikars karla og Grindvíkingar gegn grönnum sínum í Víði Garði. Inkasso-deildarlið Njarðvíkur fær Þrótt úr Reykjavík í heimsókn og Reynir Sandgerði á erfitt verkefni fyrir höndum þegar úrvaldsdeildarlið Víkings mætir í heimsókn. 32ja liða úrslitin verða að mestu leikin 1. maí.
Þessi lið drógust saman, deildir liðanna eru innan sviga:
ÍBV (Ú) – Einherji (3)
Þór (1) eða Dalvík (3) – HK (1)
Njarðvík (1) – Þróttur R. (1)
Leiknir R. (1) – Breiðablik (Ú)
Afturelding (2) – KR (Ú)
Magni (1) – Fjölnir (Ú)
Selfoss (1) – ÍA (1)
Hamar (4) – Víkingur Ó. (1)
Völsungur (2) eða Tindastóll (2) – Fram (1)
ÍR (1) eða Augnablik (3) – FH (Ú)
Víðir (2) – Grindavík (Ú)
Haukar (1) – KA (Ú)
Reynir S. (4) – Víkingur R. (Ú)
Kári (2) – Höttur (2)
Stjarnan (Ú) – Fylkir (Ú)
Valur (Ú) – Keflavík (Ú)