Sveindís allt í öllu þegar Wolfsburg tryggði sér sæti í undanúrslitum
Sveindís Jane Jónsdóttir átti flottan dag og lagði upp bæði mörk Wolfsburg gegn Arsenal í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu í Wolfsburg í dag.
Leiknum lauk með 2-0 sigri Wolfsburg og einvíginu 3-1. Wolfsburg leikur gegn Barcelona í undanúrslitum í apríl.