Nýjast á Local Suðurnes

Lava og Courtyard tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna

Bílaleigan Lava og Courtyard by Marriott hótelið í Reykjanesbæ hafa verið tilnefnd til World travel awards 2022.

Lava er tilnefnt í flokknum “Iceland leading car rental” og Courtyard í tveimur flokkum, “Iceland leading hotel” og “Iceland leading business hotel”. Courtyard hlaut síðarnefndu viðurkenninguna á síðasta ári.