Nýjast á Local Suðurnes

Marriott Courtyard leitar að starfsfólki

Mynd: Marriott.com

Marriott leitar nú að starfsfólki í fjölmörg störf á nýju Courtyard Reykjavík Keflavík Airport Hótel sem staðsett er við Aðalgötu í Reykjanesbæ. Til stóð að opna hótelið í janúar en sú tilhögun hefur eitthvað raskast.

Leitað er að fólki í afgreiðslu, eldhús og þjónustustörf, þar á meðal matreiðslumeistara og þjónum. Þá er óskað eftir markaðsstjóra sem mun meðal annars sjá um stjórnun og stefnumótun markaðs- og sölumála. Auk þessa er leitað að manneskju í spennandi og krefjandi starf í fjármálateymi fyrir hótelið, en viðkomandi mun meðal annars bera ábyrgð á og hafa umsjón með fjárhagsáætlanagerð, frávikagreiningum og kostnaðareftirliti.

Bókunarsíða hótelsins hefur þegar verið sett upp á vef Marriott keðjunnar, en bókunarvélin fyrir hótelið við Aðalgötu er þó ekki virk enn sem komið er.