Lögregluaðgerð í Grindavík
Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar Ríkislögreglustjóra stendur núna yfir fyrir utan einbýlishús í Grindavík.
Þetta kemur fram á vef DV, sem hefur eftir sjónarvottum að sérsveitin sé vopnum búin. DV segir lögregluna á Suðurnesjum hafa staðfest að aðgerðir séu í gangi.