Nýjast á Local Suðurnes

Hilmar Egill ráðinn skólastjóri

Starf skólastjóra Stóru-Vogaskóla var auglýst laust til umsóknar fyrr í vetur. Leitað var til ráðningarþjónustu Hagvangs, sem sá um ráðningarferlið í samráði við mannauðsráðgjafa sveitarfélagsins. Alls bárust þrjár umsóknir um starf skólastjóra, umsækjendur um starfið voru eftirtaldir:

Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir, umsjónarkennari í Vopnafjarðarskóla

Hilmar Egill Sveinbjörnsson, aðstoðarskólastjóri Stóru-Vogaskóla

Vera Ósk Steinsen, tónlistarkennari í Grunnskóla Hólmavíkur.

Rætt var við alla umsækjendur sem sóttu um starfið. Að loknum viðtölum og yfirferð gagna (umsókna, kynningarbréfa, ferilskráa) var Hilmar Egill Sveinbjörnsson metinn hæfastur umsækjenda til að gegna starfinu.