Nýjast á Local Suðurnes

Gunnar endurkjörinn formaður Körfuknattleiksdeildar UMFN

Gunnar Örlygsson var endurkjörinn formaður Körfuknattleiksdeildar UMFN á aðalfundi deildarinnar sem fram fór í dag og Róbert Þór Guðnason var kjörinn varaformaður. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að reksturinn gangi vel og að deildin sé svo gott sem skuldlaus.

Þá var rætt sérstaklega um mikilvægi þess að starfsmaður verði ráðinn til deildarinnar, enda hefur umfang starfsins vaxið töluvert á umliðnum árum. Verður það verk nýrrar stjòrnar að ráða hæfan einstakling í stöðu framkvæmdastjóra Kkd UMFN.