Nýjast á Local Suðurnes

Landsbankinn styrkir Keflavík – “Hjálpa okkur að komast upp í deild þeirra bestu”

Knattspyrnudeild Keflavíkur og Landsbankinn skrifuðu undir samstarfssamning þar sem bankinn verður  einn af aðalbakhjörlum deildarinnar.  Í tilkynningu frá Keflvíkingum kemur fram að Landsbankinn hafi verið einn stærsti styrktaraðili liðsins í mörg ár og að samið hafi verið til tveggja ára að þessu sinni.

“Knattspyrnudeild Keflavíkur fagnar samstarfinu við Landsbankann og metur það mikils að hafa svona sterkan styrktaraðila sem ætlar að hjálpa okkur að komast upp í deild þeirra bestu.” Segir í tilkynningu.