WOW og Icelandair aflýsa flugi til Bandaríkjanna í dag
Íslensku flugfélögin WOW-air og Icelandair hafa aflýst öllu flugi til norðausturstrandar Bandaríkjanna í dag, vegna veðurs, en mikilli snjókomu og aftakaveðri er spáð á þessum slóðum í Bandaríkjunum í dag. Hér fyrir neðan má finna lista yfir þau flug sem aflýst er, en fólki er bent á að fylgjast með heimasíðum flugfélaganna tveggja.
Flugferðir Icelandair sem falla niður eru FI 631 til Boston, sem átti að fara í loftið klukkan 17.00 á þriðjudag, FI 623 til New York/Newark, líka klukkan 17.00, og FI 615 til New York, JFK-flugvallar, sem var á áætlun klukkan 17.05.
Wow-air tilkynnti í nótt að ferðum á þess vegum til New York og Boston sem fara átti á fjórða tímanum í dag, hafi einnig verið aflýst. WOW-ferðirnar sem falla niður eru WW103 til Newark, New York kl. 15.15 og WW125 kl. 15.40 til Boston.
Þá er ferðum beggja flugfélaga aftur til Íslands er einnig aflýst. Flug mun að miklu leyti liggja niðri á slóðum illviðrisins á austurströndinni norðanverðri. Fjöldi erlendra flugfélaga, þar á meðal SAS, hafa einnig aflýst öllum flugferðum þangað í dag.