Nýjast á Local Suðurnes

Fjárhagsáætlun til næstu þriggja ára samþykkt

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2025 til og með 2028 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi nr. 687 þann 3. desember 2024.

Forsendur fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar fyrir árin 2025 til og með 2028 eru að mestu leyti byggðar á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands, segir í frétt á heimasíðu sveitarfélagsins.

Drög að fjárhagsáætlun var vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn á bæjarráðsfundi 14. nóvember síðadtliðinn og svo til seinni umræðu í bæjarstjórn á bæjarráðsfundi 29. nóvember síðastliðinn.

Á milli umræðna fóru fram vinnufundir sem kjörnum aðal- og varafulltrúum var boðin þátttaka í.

Í samþykktum fjárheimildum fyrir árið 2025 er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu á A hluta bæjarsjóðs að fjárhæð 202 m.kr. og jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 1.373 m.kr. í samstæðu A og B hluta.

„Það er ekki sjálfgefið að geta lagt fjárhagsáætlun fram til samþykktar sem skilar jákvæðri rekstrarniðurstöðu í núverandi umhverfi en það gerum við í Reykjanesbæ með ábyrgri og skynsamri fjármálastjórn. Á sama tíma er gert ráð fyrir mikilli uppbyggingu mannvirkja og þróunarsvæða og enn betri umgjörð fyrir íþrótta-, tómstunda-, æskulýðs- og menningarstarf svo eitthvað sé nefnt.

Álögur á íbúa eru ekki auknar samhliða þessu öllu sem skiptir okkur miklu máli,“ segir Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir starfandi bæjarstjóri“.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar ársins 2025

  • Tekjur samstæðu (A+B hluti) verða 39,7 milljarðar.kr.
  • Tekjur bæjarsjóðs (A hluti) verða 26,9 milljarðar.kr.
  • Gjöld samstæðu (A+B hluti) verða 31,6 milljarðar.kr.
  • Gjöld bæjarsjóðs (A hluti) verða 24 milljarðar.kr.
  • Framlegð samstæðu (A+B hluti) verður 8,1 milljarðar.kr. eða 20,3%
  • Framlegð bæjarsjóðs (A hluti) verður 2,9 milljarðar.kr. eða 10,9%
  • Afskriftir samstæðu (A+B hluti) verða 2,4 milljarðar.kr.
  • Afskriftir bæjarsjóðs (A hluti) verða 927 m.kr.
  • Rekstrarniðurstaða samstæðu (A+B hluti) árið 2025 er jákvæð um 1.373 m.kr.
  • Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs (A hluti) árið 2025 er jákvæð um 202 m.kr.
  • Eignir samstæðu í lok árs 2025 verða 98,1 milljarðar.kr.
  • Eignir bæjarsjóðs í lok árs 2025 verða 52,5 milljarðar.kr.
  • Skuldir og skuldbindingar samstæðu í lok árs 2025 verða 57,1 milljarðar.kr.
  • Skuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs í lok árs 2025 verða 34,1 milljarðar.kr.
  • Veltufé frá rekstri samstæðu árið 2025 verður 6,3 milljarðar.kr.
  • Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs árið 2025 verður 2,3 milljarðar.kr.
  • Skuldaviðmið samstæðu (A+B hluti) verður í lok árs 2025 109,69%
  • Skuldaviðmið bæjarsjóðs (A hluti) verður í lok árs 2025 98,75 %