Nýjast á Local Suðurnes

Mengunarmælir í Helguvík óvirkur

Mengunarmælir Orkurannsókna Keilis í Helguvík hefur verið óvirkur undanfarna daga, en aðrir mælar fyrirtækisins, við Mánagrund og í Leirunni hafa verið virkir.

Síðurstu mælingar frá mælinum í Helguvík bárust í rauntíma þann 27. ágúst síðastliðinn, á vefsíðunni andvari.is, en mikið hefur verið kvartað undan mengun undanfarna daga, bæði til Umhverfisstonunnar og á samfélagsmiðlum. Síðast þegar mælir fyrirtækisins við Mánagrund varð óvirkur sögðu forsvarsmenn Orkurannsókna Keilis að mælarnir söfnuðu upplýsingum þó að þær væru ekki birtar í rauntíma.