Nýjast á Local Suðurnes

Haukur Helgi: “Spenntur fyrir því að komast aftur út – Skil sjónarmið Njarðvíkinga”

Magnús, til hæri á myndinni, hefur átt afar farsælan feril

Körfuknattleiksmaðurinn Haukur Helgi Pálsson vildi losna undan samningi við Njarðvíkinga og freista þess að komast á mála hjá ítalska liðinu AV Cantu. Ekkert ákvæði er í samningi leikmannsins við Njarðvík um að hann geti yfirgefið liðið áður en tímabilinu líkur og mun hann því vera um kyrrt.

Samkvæmt frétt Morgunblaðsins vildi Haukur komast til ítalska liðsins en Njarðvíkingar voru ekki tilbúnir að missa hann rétt fyrir úrslitakeppni. þá var ekkert ákvæði í samningi hans um að hann gæti farið út áður en tímabilinu lýkur.

„Ég ræddi aðeins við Njarðvíkingana. Þetta var spennandi og ég er spenntur fyrir því að komast aftur út en svona er þetta bara. Ég verð að standa við gerðan samning og ég skil vel sjónarmið Njarðvíkinga,” sagði Haukur í  viðtali við Morgunblaðið.

Njarðvíkingar hefja einvígi við Stjörnuna í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar þann 18. mars næstkomandi og mun Haukur að óbreyttu leika með liðinu. AV Cantu er eins og er í 10. sæti ítölsku deildarinnar og í mikilli baráttu um sæti í úrslitakeppninni þar í landi.