Nýjast á Local Suðurnes

Scott Ramsay með mark í fyrsta leik – Reynir í annað sætið

Scott Ramsay fékk algjöra óskabyrjun í sínum fyrsta leik með Reyni Sandgerði í kvöld þegar liðið fékk Berserki í heimsókn. Ramsay skoraði annað mark Reynismanna í 4-0 sigri. Birkir Sigurðsson skoraði fyrsta mark Reynis og Þorsteinn Þorsteinsson þau tvö síðustu.

Með þessum sigri skutu Rynismenn sér upp í annað sæti þriðju deildarinnar og eru aðeins þremur stigum á eftir Magna sem eru í fyrsta sæti.