Nýjast á Local Suðurnes

Handtekinn eftir ofsaakstur á Reykjanesbraut

Ökumaður sem lögregla mæld­i á 203 km hraða á klukku­stund var hand­tek­inn á Reykja­nes­braut í vik­unni. Hámarkshraði á því svæði sem maðurinn var handtekinn er 90 km á klukkustund.

Maður­inn, sem er er­lend­ur, var einnig grunaður um ölv­unar­akst­ur, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um. Maður­inn var svipt­ur öku­rétt­ind­um til bráðabirgða og var gert að greiða 420 þúsund krón­ur í sekt fyr­ir brot sín.

Tíu öku­menn til viðbót­ar voru staðnir að hraðakstri.