Nýjast á Local Suðurnes

Gamansögur í bland við blaður í talstöð í 12 tíma útkalli Odds V. Gíslasonar

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Landsbjörg

Línuskipið Fjölnir GK 657 sem Vísir gerir út varð vélarvana í gær um 30 sjómílur suður af Grindavík. Björgunarsveitin Þorbjörn var kölluð út og tók það áhöfnina á Oddi V. Gíslasyni um 2 tíma að sigla að skipinu.

Heimferðin gekk þó öllu hægar enda Fjölnir um 40 metrar langur og þungur í togi eftir því, en skipin komu til hafnar í Grindavík um miðnætti í gær.

Ferðin á Oddi V. Gíslasyni hófst um kl. 13 og var komið til hafnar í Grindavík um miðnætti, segir í stöðuuppfærslu á Fésbókarsíðu Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Þá kemur fram í færslunni að skipstjórinn í ferðinni sé hnyttinn og segi gamansögur í bland við blaðrið í talstöðinni. Facebook-færslu björgunarsveitarinnar, sem er í skemmtilegra lagi, má finna í heild sinni hér.