Nýjast á Local Suðurnes

Bjóða út breikkun á hluta Grindavíkurvegar

Vegagerðin býður út gerð breikkunar á Grindavíkurvegi, gerð hliðartenginga og stíga. Í útboðsgögnum kemur fram að breikka skuli tvo kafla Grindavíkurvegar milli Seltjarnar og Bláa lóns.

Verkið skiptist í fjóra áfanga og skal verkinu að fullu lokið undir lok októbermánaðar.