Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar halda montréttinum – Lögðu Njarðvík í Maltbikarnum

Kefl­vík­ing­ar halda montréttinum í körfunni, en þeir eru komn­ir áfram í 16 liða úr­slit Malt­bik­ars­ins eft­ir að hafa slegið út ná­granna sína úr Njarðvík í skemmtilegum leik sem fram fór í TM-Höllinni í kvöld.

Leikurinn í kvöld stórskemmtilegur á að horfa, en Njarðvík­ing­ar hófu leikinn af krafti á meðan besti leikmaður Keflvíkinga í vetur, Amin Sevens, lenti í villuvandræðum, en hann fékk sína þriðju villu snemma í leiknum. Njarðvíkingar leiddu með 15 stig­um í hálfleik, eftir góðan kafla um miðjan hálfleikinn, þar sem hvert þriggja stiga skotið af öðru rataði ofan í körfu heimamanna.

Keflvíkingar komu sterkir til leiks í síðari hálfleik og þá sérstaklega varnarlega og voru snöggir að ná þessum mun niður og komast yfir. Loka­töl­urnar í TM-Höllinni í Kefla­vík 97-91 og Keflvíkingar komnir áfram í bikarnum.

Reggie Dupree var stigahæstur Keflvíkinga með 28 stig. Stef­an Bonn­eau skoraði 27 stig fyr­ir Njarðvík.