Nýjast á Local Suðurnes

Landslið tónlistarmanna á Keflavíkurnóttum

Miðasala á tónlistahátíðina Keflavíkunætur er hafin, en hátíðin fer fram um næstu helgi í Reykjanesbæ. Hátíðin var fyrst haldin síðasta sumar og þótti takast vel. Miðasala á hátíðina fer fram á midi.is

Já miðasalan er hafin á midi.is og hjá Rúnu í Gallerí á Hafnargötunni og hvet ég alla til að ná sér í miða við fyrsta tækifæri. Á hátíðinni koma fram helstu tónlistarmenn landsins og það er ánægjulegt að segja frá því að Paddý‘s hefur bæst í hópinn þetta árið, segir Árni Árnason skipuleggjandi hátíðarinnar í stuttu spjalli við Local Suðurnes.

Auk Paddý´s fer hátíðin fram á Ránni, Center og 230 Bar, en Paddý´s stendur einnig fyrir strandblakmóti í bakgarðinum.

keflavikurnætur2

Það var mikið fjör á hátíðinni síðasta sumar

 

Á hátíðini koma fram Björgvin Halldórsson, Sigga Beinteins, Helgi Björnsson, Matti Matt, hljómsveitin Von, Skítamótall, Ingó og veðurguðirnir, Amabadama, Agent Fresco, Óli Geir, Steindi jr., Friðrik Dór, MuscleBoy, Auddi Blö, Love Guru og Bent.

Ég er virkilega ánægður með dagskránna, við erum með landsliðið af okkar bestu í bransanum og eins og hefur legið fyrir frá upphafi, þá ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Það er markmiðið allir geti lyft sér upp og skemmt sér vel. Það er ekki oft sem hægt er að vera á ferðinni á milli skemmtistaða og fá notið þess besta í tónlistinni. Ég er bara spenntur fyrir helginni og hvet vinahópa og fjölskyldur að hrista sig saman og njóta þess að lyfta sér upp í heimabyggð, segir Árni.

Þá er vert að benda á að allar nánari upplýsingar um dagskránna er að finna á facebooksíðunni „Keflavíkurnætur“ þar sem einnig er leikur í gangi þar sem miðar eru í verðlaun.