Keflavík fór létt með Njarðvík – “Hefðum tapað með 70 stigum ef Keflavík hefði spilað vel”

Keflavík fór létt með að sigra slaka Njarðvíkinga þegar liðin mættust í Dominos-deild kvenna í TM-höllinni í kvöld. Keflavík sigraði með 29 stiga mun, 84-55, en sigurinn hefði getað verið mun stærri.
Birna Benónísdóttir var stigahæst Hjá Keflavík með 20 stig. Hjá Njarðvík var það Carmen Tyson Thomas sem var stigahæst með 34 stig, en hún tók að auki 15 fráköst.
„Það er lítið jákvætt sem hægt er að taka út úr þessum leik. Eina jákvæða er að Keflavík spilaði ekkert vel í þessum leik. Ef svo hefði verið þá hefðum við tapað með 70 stigum.” Sagði Agnar Mar Gunnarsson þjálfari Njarðvíkinga í spjalli við mbl.is að leik loknum.