Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík fór létt með Njarðvík – “Hefðum tapað með 70 stigum ef Keflavík hefði spilað vel”

Keflavík fór létt með að sigra slaka Njarðvíkinga þegar liðin mættust í Dominos-deild kvenna í TM-höllinni í kvöld. Keflavík sigraði með 29 stig­a mun, 84-55, en sigurinn hefði getað verið mun stærri.

Birna Benón­ís­dótt­ir var stiga­hæst Hjá Kefla­vík með 20 stig. Hjá Njarðvík var það Car­men Ty­son Thom­as sem var stigahæst með 34 stig, en hún tók að auki 15 frá­köst.

„Það er lítið já­kvætt sem hægt er að taka út úr þess­um leik. Eina já­kvæða er að Kefla­vík spilaði ekk­ert vel í þess­um leik.  Ef svo hefði verið þá hefðum við tapað með 70 stig­um.” Sagði Agnar Mar Gunnarsson þjálfari Njarðvíkinga í spjalli við mbl.is að leik loknum.