Nýjast á Local Suðurnes

Hættur sem fjölmiðlafulltrúi Secret Solstice

Blaðamaðurinn Atli Már Gylfason er hættur störfum fyrir tónlistarhátíðina Secret Solstice, eftir stutt stopp í starfi en hann var ráðinn sem fjölmiðlafulltrí hátíðarinnar í janúar síðastliðnum.

Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa staðið í ströngu undanfarin misseri þar sem fjármál hátíðarinnar hafa verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum. Skipuleggjendur eru sagðir skulda Reykjavíkurborg og tónlistarmönnum tugmilljónir króna og ekki er útséð með að hátíðin fari fram.

Ekki náðist í Atla Má við vinnslu fréttarinnar, en gera má ráð fyrir að fjölmiðlar hafi reynt að ná af honum tali vegna mála sem snúa að hátíðinni. Atli greinir frá því á Facebook að af gefnu tilefni vilji hann taka fram að hann sé hættur störfum fyrir hátíðarhaldara.