Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjafyrirtæki á lista yfir þau fyrirtæki sem vaxa hraðast í Evrópu

Gagnageymsla Azazo á Ásbrú

Hug­búnaðarfyr­ir­tækið Azazo er í 946. sæti á lista Fin­ancial Times yfir þau eitt þúsund fyr­ir­tæki sem vaxa hraðast í Evr­ópu.

Azazo, sem hef­ur þróað upp­lýs­inga- og verk­efna­stjórn­un­ar­kerfið Azazo Cor­eData, auk lausn­a fyrir  ra­f­ræn­ar und­ir­skrift­ir, hóf starfsemi sína á Reykjanesbæ, en vörslusetur fyrirtækisins, Gagnavarslan, sérhæfir sig í meðhöndlun og varðveislu gagna í sérhæfðu 4.500 m2 húsnæði á Ásbrú.

Í úttekt Fin­ancial Times kemur fram að tekju­vöxt­ur Azazo á árunum 2012-2015 hafi numið um 70%. Hjá Azazo starfa nú um 50 manns í sex löndum.