Nýjast á Local Suðurnes

Eigandi Kosmos & Kaos ósáttur við vinnubrögð Reykjanesbæjar

Frumkvöðullinn og vefhönnuðurinn Guðmundur Bjarni Sigurðsson, eigandi vefhönnunarfyrirtækisins Komos & Kaos, sem staðsett er í Reykjanesbæ, er ósáttur við vinnubrögð Reykjanesbæjar í nýlegu útboði á vefhönnun sveitarfélagsins. Reykjanesbær hefur gengið til samninga við Stefnu hugbúnaðarhús, sem staðsett er á Akureyri, vegna nýs upplýsingavefjar sveitarfélagsins sem ráðgert er að taka í gagnið um miðjan júní.

Reykjanesbær framkvæmdi verðkönnun þar sem sem sex hugbúnaðarfyrirtækjum var gefinn kostur á að taka þátt, þar af tveimur á Suðurnesjum, Dacoda og Kosmos & Kaos. Þau sem svöruðu verðkönnuninni voru Advania, Dacoda, Hugsmiðjan, Kosmos og Kaos og Stefna hugbúnaðarhús.

Guðmundur segir í pistli á Facebook að staða Reykjanesbæjar gefi fullt tilefni til hagkvæmni í rekstri. en efast um að mikill sparnaður hljótist af því að flytja verkefni í vefhönnun til Eyjafjarðar.

Ef litið er á stóra samhengið þarf að muna ansi miklu á tilboðum til að það borgi sig að færa þessi viðskipti úr heimabyggð.
Hönnunar- og UT (upplýsingatækni) fyrirtækin á Suðurnesjum borga sína skatta og skyldur hér. Fyrirtæki í sama geira í Eyjafirðinum borga sitt til samfélagsins þar. Segir Guðmundur á Facebook.

Pistil Guðmundar má sjá í heild hér fyrir neðan.