Nýjast á Local Suðurnes

Sjálfstæðisfólk kennir stjórnmálamönnum – Áslaug Arna leiðbeinir um notkun samfélagsmiðla

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ stendur fyrir Stjórnmálaskóla X-D í Reykjanesbæ þann. 25. nóvember næstkomandi, þar sem stjórnmálamenn framtíðarinnar geta sótt sér þekkingu um eitt og annað sem tengist stjórnmálum.

Þingmenn Suðurkjördæmis ásamt forsætisráðherra munu taka að sér að leiðbeina í skólanum, en Bjarni Benediktsson mun fræða áhugasama um hlutverk leiðtogans, Ásmundur Friðriksson mun ræða þau mál sem upp geta komið að loknu framboði og Páll Magnússon, fyrrverandi fréttastjóri RÚV og Stöðvar tvö mun ræða um framkomu í fjölmiðlum.

Þá mun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir halda erindi um  framkomu á samfélagsmiðlum, en hún vakti töluverða athygli á þeim vettvangi á dögunum þegar hún óskaði eftir tengli á streymi á bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather sem fram fór fyrir stuttu.