Nýjast á Local Suðurnes

Lottóvinningarnir streymdu til Reykjanesbæjar

Lottópotturinn verður þrefaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti gærkvöldsins. Fjórir heppnir miðaeigendur skiptu með sér bónusvinningnum og fær hver þeirra rúmar 124 þúsund krónur hver. Einn miði var keyptur á Olís Básnum, Vatnsnesvegi 16 í Reykjanesbæ, tveir miðar á lotto.is og einn miði er í áskrift.

Enginn var með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker kvöldsins en sjö voru með 2. vinning og fá 100 þúsund krónur hver. Einn miði var keyptur á Orkunni, Fitjum 2 í Reykjanesbæ, einn miði í Mini Market, Hafnargötu 80 í Reykjanesbæ og fimm miðanna eru í áskrift.

Heildarfjöldi vinningshafa var 6.309, segir í tilkynningu.