Nýjast á Local Suðurnes

Tveir 227 þúsund króna vinningar til Reykjanesbæjar

Fjórir skiptu á milli sín bónusvinningnum í Lottói kvöldsins og fær hver þeirra rúmlega 227 þúsund krónur í vasann. Tveir miðanna voru keyptir í Reykjanesbæ, annar í Ungo við Hafnargötu en hinn í Olís við Vatnsnesveg.

Fyrsti vinningur gekk einnig út, tæplega 80 milljónir króna, sá heppni keypti þann miða á N1 Bíldshöfða.