Nýjast á Local Suðurnes

Kjarasamningar við sveitarfélögin samþykktir – Gildir afturvirkt frá 1. maí 2015

Atkvæði voru í dag talin í póstatkvæðagreiðslu Flóabandalagsins um nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var þann 20. nóvember sl. Kjarasamningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða eða 93% atkvæða. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019.

Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru eftirfarandi:

Já sögðu 196 eða 93% þeirra sem atkvæði greiddu

Nei sögðu 14 eða 6,6%

Auðir seðlar og ógildir voru 1 eða 0,4%

Samkvæmt þessum úrslitum er samkomulagið samþykkt. Á kjörskrá voru alls 831  félagsmenn. Atkvæði greiddu 211 eða 24,5%.

Desember- og orlofsuppbót hækkar

Samningurinn felur í sér eftirfarandi launabreytingar:

• Við upphaf samnings eða 1. maí 2015 hækka launataxtar um 25.000 kr. en að lágmarki um 7,7%

• Þann 1. júní 2016 hækka launataxtar um 15.000 kr. en að lágmarki um 5,5%.

• Þann 1. júní 2017 kemur inn ný launatafla þar sem bil á milli launaflokka verður leiðrétt í 1,1% á milli flokka, til samræmis við þá niðurstöðu sem samið var um 1. maí 2014.

• Þann 1. júní 2018 hækka launataxtar um 2%.

• Sérstök eingreiðsla kemur 1. febrúar 2019 að upphæð kr. 42.500, miðað við þá sem eru í fullu starfi í desember 2018 og enn í starfi í janúar 2019. Greitt er hlutfallslega fyrir þá sem eru í hlutastarfi.

• Tekjutryggingin hækkar um 86.000 kr. á samningstímanum og verður komin í 300.000 kr. 1. maí 2018.

Þá hækkar desemberuppbót um rétt innan við 21% á samningstímanum og fer í 113.000 kr. í lok samningstímans, og orlofsuppbót hækkar um 21,5% og verður 48.000 kr í lok samningstímans.

Atkvæðagreiðsla hefst 26. nóvember og atkvæði þurfa að hafa borist fyrir þriðjudaginn 11. desember nk. kl. 12.00 en síðar þann dag verður niðurstaðan kynnt.

Hægt er sjá samninginn í heild sinni hér.