Dregur verulega úr skjálftavirkni við Grindavík

Dregið hefur úr skjálftavirkni í grennd við Grindavík en þrír skjálftar hafa mælst þar frá miðnætti, allir undir M2,0 að stærð.
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar, en þar segir jafnframt að tæplega 60 jarðskjálftar hafi mælst á svæðinu daginn áður, flestir undir M2,0 að stærð.
SólarhringsvaktVeðurstofunnar fylgist áfram með virkni á svæðinu.
Frá 21. janúar hafa yfir 1300 skjálftar verið staðsettir á svæðinu, og eru þeir flestir staðsettir í SV/NA stefnu um 2 km NA af Grindavík.