Nýjast á Local Suðurnes

Umferð um Suðurstrandaveg nær fimmfaldast

Umferð um Suðurstrandarveg jókst um 484% allt frá því að gosið hófst í Geldingadölum og til 15. apríl. Þetta kemur fram í samantekt Vegagerðarinnar um umferðartölur.

Á vef Vegagerðarinnar segir að á sama tíma hafi umferð aukist um 21 af hundraði á Reykjanesbraut og 73% um Grindavíkurveg. Suðurstrandarvegur var lokaður þegar gosið hófst en umferð var hleypt um hann að nýju 23. mars.

Mest umferð var um veginn 2. apríl þegar 4.300 óku veginn.