Nýjast á Local Suðurnes

Rúmlega 20 milljónir króna frá Minjastofnun í verkefni á Suðurnesjum

Verkefni á Suðurnesjum fá 20.470.000 krónur í styrki frá Minjastofnun til að vinna tillögu að verndarsvæði í byggð. Hæsti styrkurinn, 8.050.000 krónur fer til Grindavíkur, en þar er unnið að tillögu að verndarsvæði í Þórkötlubyggð.

Reykjanesbær fékk úthlutuðum 7.820.000 krónum í verkefnið Keflavíkurþorp og Sandgerðisbær fékk 4.600.000 krónur til verkefnisins Krókskotstún – Landakotstún, Sandgerði.

Alls bárust 22 umsóknir frá 19 sveitarfélögum í húsafriðunarsjóð til að vinna tillögu að verndarsvæði í byggð í samræmi við ákvæði laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 og reglugerðar sem samþykkt var 9. júní 2016. Veittur var 21 styrkur, segir í tilkynningu frá Minjastofnun.

Fyrr á árinu veitti Minjastofnun tæplega 3.000.000 króna í styrki til Suðurnesja úr húsfriðunarsjóði, þar af runnu tæplega 2 milljónir króna til Keflavíkurkirkju.