Nýjast á Local Suðurnes

Delta hefur flug til KEF á ný

Banda­ríska flug­fé­lagið Delta airlines mun hefja flug frá New York til Kefla­vík­ur 2. apríl eft­ir fimm mánaða vetr­ar­frí. Flug til Minn­ea­pol­is hefst svo 21. maí.

Til New York verður flogið fimm daga í viku fram til 22. maí en eft­ir það alla daga vik­unn­ar. Síðasta flug þangað verður 24. októ­ber. Til Minn­ea­pol­is verða flug­ferðir dag­lega til loka fyrstu viku sept­em­ber.