Viðbúnaður vegna reyks um borð í flugvél

Flugvél bandaríska flugfélagsins Delta sem var á leiðinni frá Minneapolis til Amsterdam var beint til Keflavíkurflugvallar eftir að reyks varð vart í farþegarými.
Töluverður viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli vegna þessa og voru Brunavarnir Suðurnesja (BS) og björgunarsveitir í viðbragðsstöðu. BS sendu slökkviliðsbíla á Keflavíkurflugvöll í samræmi við viðbragðsáætlanir.
Vélin lenti heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli klukkan rúmlega átta samkvæmt vef RÚV og er unnið að því að koma farþegum frá borði.