Nýjast á Local Suðurnes

Rúmfatalagerinn opnar í Reykjanesbæ

Rúmfatalagerinn mun opna verslun á Fitjum í Njarðvík á næst vikum, en verslunin, sem hefur verið starfrækt hér á landi frá árinu 1987, hefur auglýst eftir fólki til starfa.

Leitað er að fólki í almenn sölustörf, afgreiðslu, áfyllingar og önnur tilfallandi störf. Í auglýsingu kemur fram að skilyrði sé að starfsfólk fyrirtækisins tali íslensku.