Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkurstúlkur vilja sem flesta í höllina – Skutlast með miðana heim að dyrum

Undanúrslitaviðureign Njarðvíkur og Skallagríms í Maltbikarkvenna fram fer fimmtudaginn 11. janúar kl. 17:00 í Laugardalshöll. Gengi Njarðvíkinga í deildinni hefur verið með verra móti í ár þannig að Njarðvíkurstelpur stefna ótrauðar á úrslitaleikinn í bikarnum.

Njarðvíkingar selja miða á leikinn í forsölu, þar sem miðinn kostar litlar 1000 krónur, og er hægt að hafa samband í Facebook-skilaboðum á FB-síðu KKD UMFN og panta þar miða sem verða síðan keyrðir upp að dyrum þeirra sem búa í Reykjanesbæ. Miðunum verður ekið út í kvöld. Auk þess er mögulegt að næla sér í miða á skrifstofu deildarinnar frá kl. 18-20.

Njarðvíkingar hvetja stuðningsmenn sína til þess að fjölmenna í Höllina og styðja stúlkurnar áfram í baráttunni fyrir sæti í úrslitaleik Maltbikarsins 2018.