Nýjast á Local Suðurnes

Lögreglan á Suðurnesjum hvetur fólk til að aðstoða við leitina að Birnu Brjánsdóttur

Mynd: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á Suðurnesjum hvetur fólk til að aðstoða við leitina að Birnu Brjánsdóttur, en ekkert hefur til hennar spurst síðan hún yfirgaf skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir ökumanni bíls, sem sjá má á myndinni hér fyrir ofan, í tengslum við hvarf Birnu. Bifreiðin er sennilega af gerðinni Kia Rio og var ekið vestur Laugaveg á móts við hús númer 31, klukkan 05:25 aðfararnótt laugardagsins 14. janúar.

Birna er 170 sentimetrar á hæð, með sítt ljósrautt hár, klippt með topp fram á ennið. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu og svartan flísjakka með hettu. Þá var hún í svörtum uppreimuðum Dr. Martens skóm.