Nýjast á Local Suðurnes

Tekinn með amfetamín í fórum sínum við innbrot

Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af karlmanni sem braust inn í íbúðarhúsnæði í Keflavík aðfararnótt laugardagsins.

Sá reyndist vera með meint amfetamín í fórum sínum þegar lögreglan á Suðurnesjum kom á vettvang. Maðurinn hafði komist inn í húsnæðið með því að brjóta rúðu. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð og fíkniefnin haldlögð.