Nýjast á Local Suðurnes

Nemendur Akurskóla tóku víkingaklappið í tilefni af átakinu Göngum í skólann – Myndband!

Nemendur Akurskóla tóku þátt í að setja verkefnið Göngum í skólann í morgun. Fulltrúar frá ÍSÍ mættu á svæðið ásamt fulltrúum frá samstarfsaðilum verkefnisins. Skipulögð dagskrá með söng og skemmtiatriðum var haldin í íþróttahúsinu og genginn var stuttur hringur í kringum skólann sem táknræn athöfn fyrir verkefnið.

Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu setti svo verkefnið formlega og tók hið víðfræga víkingaklapp í lokin ásamt nemendum Akurskóla.