Viðræður skila árangri – Ekki óskað eftir að skipuð verði fjárhagsstjórn yfir Reykjanesbæ
Reykjanesbær hefur ákveðið að leita ekki eftir því, að svo komnu máli, að bænum verði skipuð fjárhagsstjórn. Viðræður við kröfuhafa Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. hafi skilað árangri og aðilar sammælst um umfang skuldavanda sveitarfélagsins, þetta kemur fram á Vísi.is.
Í kjölfarið muni vinna við fjárhagslega endurskipulagningu Reykjanesbæjar og stofnanna þess halda áfram. Rætt verði við aðra kröfuhafa bæjarfélagsins og stofnana þess á grundvelli viðræðna við kröfuhafa Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. Kapp verður lagt á að ljúka þeim eins fljótt og auðið er.