Nýjast á Local Suðurnes

Skipuleggja mótmæli fyrir utan kísilver United Silicon

Andstæðingar stóriðju í Helguvík boða til mótmæla fyrir utan kísilver United Silicon, við Stakksbraut í Helguvík, næstkomandi sunnudag. Í auglýsingu kemur fram að félagið muni dreifa grímum á svæðinu fyrir þá sem þess óska. Mótmælin hefjast klukkan 18 og er áætlað að þau muni standa yfir í um tvær klukkustundir.

“Mætum fyrir utan United Silicon og sýnum þeim að þeirra starfsemi sé ekki velkomin í anddyri bæjarfélagsins okkar lengur. Við verðum með grímur í dreifingu fyrir ykkur sem viljið.” Segir í auglýsingu á Facebook.